
Auður Ösp
Skapandi og mannleg ráðgjöf
Í öllum fyrirtækjum liggja verkefni föst á todo listum - miklu lengur en nokkur vill viðurkenna.
Verkefni sem við ræðum á endalausum fundum og í tilgangslausum e-mail keðjum. Sem við gefum okkur sjálfum hátíðleg loforð um að klára - á hverjum mánudegi.
Of lítil fyrir stóru ráðgjafastofurnar
Of illa skilgreind fyrir sérhæfða verktaka
Of yfirgripsmikil fyrir teymið þitt sem er nú þegar að drukkna.
Verkefni sem skapandi reddarar lifa fyrir að leysa.
Ég er þessi skapandi reddari!
Ég er með ferilskrá sem mannauðstjórar skilja ekki og ráðningastofur vita ekki hvað þær eiga að gera við. Og ég elska ekkert meira en að finna skapandi og praktískar lausnir sem passa inn í þinn veruleika.
Stofna farsælt fyrirtæki? Hef gert það.
Skilgreina og marka stefnu í upplifun viðskiptavina í stórfyrirtæki? Jebb
Safna gögnum og breyta þeim í innsýn og stefnu? Heldur betur.
Skrifa texta, finna sögur eða skapa efni sem hreyfir við fólki? Já, það líka!
Raðfrumkvöðull. Viðskiptavinaþenkjandi markaðskona. Stefnumótunar-nörd með óþrjótandi áhuga á tækni sem þjónar manneskjum.
Og partner í að koma stöðnuðum verkefnum aftur á hreyfingu!
Dæmi um nýleg verkefni
-
Árangursmælikvarðar og upplýsingamiðlun til framkvæmdastjórnar
Ég tók að mér að brúa upplýsingaflæði milli sölu- og markaðsteymis og framkvæmdastjórnar með því að kortleggja árangursmælikvarða, bæta við þar sem vantaði og tengja við OKR.
Við innleiddum mælaborð sem gerði upplýsingamiðlun skilvirkari og samræmdari. -
Kynning og hámörkun á tækifæri fyrir erindi á stórri fagráðstefnu.
Ég leiddi stjórnendaráðgjafa í gegnum undirbúning fyrir stóra ráðstefnu með því að aðstoða við að móta erindið, efni og framsetningu.
Samhliða þróuðum við aðgerðaráætlun til að hámarka tækifærið, m.a. með efnisstefnu á LinkedIn og kynningarmyndbandi.
-
Greining á sölu- og markaðssstarfi tæknisprota í útrás
Ég tók þátt í 360° greiningu á markaðsefni, fjárhag, söluferlum, teymissamsetningu og markaðstækifærum sprotafyrirtækis á B2B markaði.
Mitt meginframlag var efnisstefna til að styðja söluteymi, byggja traust og stytta söluferli (sales enablement). -
I Heart Reykjavík
Ok, ekki alveg nýlegt en dæmi um verkefni sem ég kláraði frá hugmynd í skissubók að tugmilljóna veltu á mánuði.
Ég stofnaði og rak ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavík í tæpan áratug og gerði flest sem tengdist rekstrinum sjálf.
Reynsla sem engin gráða getur gefið þér!
Er todo-lista skömmin að sliga þig?
Góðu fréttirnar er að það er 100% eðlilegt. Ég hef ekki ennþá hitt aðila í íslensku atvinnulífi sem er ekki með nokkur olnbogabörn á verkefnalistanum hjá sér.
Slæmu fréttirnar eru að verkefnin munu hanga á listanum áfram nema að þú gerir eitthvað í því að koma þeim þaðan.
Bara ef það væri einhver sem gæti hjálpað þér…
