Frá hugmynd að árangri
með þinni eigin markaðsklappstýru
Ég veit hvað þú ert að hugsa:
“Úff… enn einn ‘ráðgjafinn’ mættur til að selja mér tilgangslausa skýrslu og gula post-it miða”.
Bara alls, alls ekki!
Hæ, Auður hér 🖐️
Ég aðstoða metnaðarfulla leiðtoga og frumkvöðla við að ná árangri í stafrænum heimi. Engar tilgangslausar skýrslur eða gulir miðar hér - bara hagnýtar lausnir og skýr stefna sem virkar!
Með 20 ára reynslu í efnissköpun, hugmyndavinnu og frumkvöðlabrölti er ég markaðsklappstýran sem hvetur þig áfram og bandamaðurinn sem þú vissir ekki að þig vantaði.
Hvort sem þú vilt byggja upp persónulegt vörumerki, auka sýnileika á netinu eða umbreyta hugmyndum þínum í arðbær verkefni - hef ég verkfærin, þekkinguna og eldmóðinn til að koma þér þangað.
Þjónustan
-
Sama hvort þig vantar efnisstefnu á LinkedIn, storytelling hugmyndir eða hreinlega einhvern til að skrifa fyrir þig efni - þá get ég hjálpað!
-
Vantar þig að bæta upplifun viðskiptavina? Ég elska ferla, tölfræði og viðskiptavini!
-
Ég hef óbilandi eldmóð til að skapa hagnýtar lausnir sem knýja raunverulegan vöxt og árangur.
-
Ég elska að fræða og miðla þekkingu. Og ég er bara svona ansi góð í því.