Hver er Auður?

Klappstýra. MBA nemi. Fyrirlesari. Nörd.

Markaðsklappstýra: Ég hvet fyrirtæki og einstaklinga áfram til að ná sínum markmiðum með skýrri stefnu og skapandi lausnum.

MBA nemi: Ég lifi fyrir að læra eitthvað nýtt! Ég mun útskrifast með Executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík í júní 2025.

Fyrirlesari: Ég elska að deila þekkingu og kveikja neista hjá öðrum.

Nörd: Ég er stolt af því að vera nörd - óþrjótandi fróðleiksþorsti og forvitni eru ástæðurnar fyrir því að ég er góð í því sem ég geri.

I Heart Reykjavík ævintýrið

Þegar að ég var þrítug stofnaði ég fyrirtæki. Eða, byrjaði allavega á vegferð sem endaði sem fyrirtæki. Ég fór frá því að vera “krúttlegur” ferðabloggari yfir í að selja ferðir fyrir tugi milljóna með því að nýta mér efnismarkaðssetningu, leitarvélabestun og samfélagsmiðla.

Ég gerði ALLT sjálf. Nema bókhaldið, ég útvistaði því.
Og svo var ég svo heppin að vera með nokkra snillinga í vinnu við að þjónusta viðskiptavini.

Fjórum árum eftir að ég lokaði I Heart Reykjavík, eftir áratug í rekstri, er fólk ennþá að hafa samband við mig og reyna að kaupa af mér þjónustu.

Ástæðan er einföld:

Ég bý til efni sem fólk tengir við og ég á ótrúlega auðvelt með að setja mig í spor viðskiptavina. Mín nálgun í markaðssetningu snýst um meira en bara að ná athygli. Athygli er mikilvæg en við viljum líka skapa traust, tryggð og varanleg sambönd.

Ef þú vilt vita meira um menntun og fyrri störf er það allt á LinkedIn

Speed Deit við Auði

7 ástæður til að velja mig (og 5 ástæður til fara annað)

Úúú - spennó!

  • Reynsla sem skilar árangri: Ég hef byggt upp fyrirtæki frá grunni og veit hvað þarf til að ná árangri í stafrænum heimi.

  • Heildstæð nálgun: Ég samþætti efnismarkaðssetningu, viðskiptavinaupplifun og viðskiptaþróun til að skapa heilsteyptar lausnir.

  • Sköpunarkraftur og rökhugsun: Ég nýti bæði skapandi hugsun og greinandi nálgun til að leysa flókin vandamál.

  • Áhersla á tengsl: Ég trúi staðfastlega á að viðskiptavinir geri okkur kleift að vera í rekstri og að þeir eigi skilið að komið sé fram við þá af virðingu. Ef stefna kemst ekki í gegnum “mömmu testið” er hún ekki góð í mínum bókum.

  • Stöðug þróun: Ég er sífellt að uppfæra þekkingu mína og færni til að veita þér bestu mögulegu ráðgjöf en ég trúi líka á að sumt breytist aldrei.

  • Sérsniðnar lausnir: Ég trúi ekki á "one size fits all" lausnir. Hver viðskiptavinur fær þjónustu sem er sérstaklega sniðin að þeirra þörfum.

  • Mælanlegur árangur: Ég einblíni á að skila mælanlegum árangri sem hefur raunveruleg áhrif á reksturinn þinn.

Næsti - takk!

  • Ef þú vilt skyndilausnir: Ég trúi á langtímaárangur og sjálfbæran vöxt. Ef þú leitar að skyndilausnum eða "hacks", þá er ég ekki rétta konan fyrir þig.

  • Ef þú vilt ekki vera virkur þátttakandi: Mín nálgun krefst samvinnu. Ef þú vilt útvista öllu án þess að taka þátt, þá munum við ekki ná hámarksárangri saman.

  • Ef þú ert ekki tilbúin/n að prófa nýja hluti: Ég ýti oft á viðskiptavini mína að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú vilt halda þér algjörlega við það sem þú þekkir, þá er ég ekki viss um að við séum gott “match”.

  • Ef þú vilt bara einblína á tölur og gögn Auðvitað skipta tölurnar máli en ég legg líka mikla áherslu á gæði, upplifun viðskiptavina og langtímaárangur. Og að trúa og treysta á smá töfra.

  • Ef þú leitar að hefðbundnum ráðgjafa: Ég er með ofnæmi fyrir frasanum “en við verðum að passa að þetta sé faglegt” og ómarkvissum skýrslum bara til að skrifa skýrslur. Ef þú vilt mjög formlega og hefðbundna nálgun, þá er ég 100% ekki rétta markaðsklappstýran fyrir þig.

Ennþá með spurningar?
Bókaðu 20 mín spjall og kynnumst betur!

Eða sendu mér tölvupóst ef það hentar betur

Vertu memm á Instagram