Hvað þarftu að hafa til að vera góð content manneskja?

Bragi Valdimar Skúlason er einn slyngasti textasmiður sem Ísland hefur alið. Hann er hnyttinn, hann hefur ótrúlegt vald á tungumálinu og handbragðið hans er þannig að ég hugsa oft þegar að ég heyri texta: "þetta hlýtur að Bragi Valdimar".

Einfaldlega af því að mér dettur ekki neinn annar í hug sem gæti samið þessa tilteknu snilld.

Ég verð stundum öfundsjúk (já, ég er mennsk) þegar ég les eitthvað eftir hann, enda hefur hann margt sem textahöfundur sem ég hef ekki.

Ef ég væri að ráða í stöðu content manneskju og valið stæði á milli Braga Valdimars og einhvers annars mætti ætla að hann yrði alltaf fyrir valinu.

En ég er ekki alveg viss.

Það er nefnilega ekki það sama að vera góður í contenti, efni, og að vera góður í að setja saman texta.

Að vera góður í að setja saman texta er ekki það sama og vera góður í málfræði og stafsetningu.

Þess vegna koma yfirleitt rithöfundur, ritstjóri og prófarkalesari að útgáfu bókar. Öll hafa þau mjög mikilvægu en ólíku hlutverki að gegna.

Nú þekki ég Braga Valdimar ekkert og þekki þar af leiðandi ekki hans styrkleika út og inn. Það má vel vera, og ekki ólíklegt, að hann sé bara mjög góð content manneskja. Það skiptir eiginlega ekki máli.

Þrátt fyrir að ég viti að einhver sé töframaður þegar kemur að textasmíð veit ég ekki hvort að viðkomandi sé besti kosturinn til að búa til efnisstefnu og setja hana í framkvæmd. Eða hvort að viðkomandi er góður í að skrifa texta (taka myndir, búa til myndbönd o.s.frv.) sem þjónar miðsmunandi þrepum markaðstrektarinnar eða ferðalagi viðskiptavina.

Þetta eru tvö ólík "skill set".

Já ég sletti, annað sem Bragi Valdimar er örugglega betri í en ég.
Helvítið atarna😁

Í mínum huga eiga árangursrík efnisskrif meira skylt við markaðsfræði og upplifun viðskiptavina en ritlist.

Hvað þarf góð content manneskja (helst) að hafa:

✅Skilning á markaðsfræði
✅Gott vald á viðeigandi miðlum
✅Hæfileika til að aðlagast markhópum og miðlum
✅Getu til að setja sig í spor markhópsins
✅Þekkingu á efnismarkaðssetningu og samspili við heildarstefnu
✅Getu til gagnagreiningar
✅Skilning á leitarvélabestun
✅Þekkingu á vörumerkjastjórnun
✅Hugmyndauðgi
✅Aðlögunarhæfni að breytingum
✅Skilning á storytelling
✅Þekkingu á fyrirtækjarekstri
✅Skilning á stefnumótun
✅Grunnskilning á mannlegri hegðun
✅Þolinmæði og seiglu
✅Hæfileika til að búa til efni

Gott og fjölhæft content fólk eru hálfgerðir einhyrningar. Það er sjaldgæft að þú finnir einhver sem tikka í öll boxin.

Við gætum auðvitað farið dýpra og talað um muninn á content creator og content strategist en við geymum þá umræðu til seinni tíma.

Á Íslandi, þar sem markaðsteymin eru lítil og fólk þarf yfirleitt að vera allt í öllu, þarftu einhvern sem er bæði. Eða, þú þarft að útvista þeim parti sem teymið þitt er ekki gott í.

Og ef þú finnur einhyrning: Haltu í viðkomandi!

Gefðu þeim rými til að gera það sem þau eru best í. Þannig færa þau fyrirtækinu og viðskiptavinum mest virði.

Ekki festast í orðunum.
Eða hvernig myndavél þau nota.


Þessi færsla birtist fyrst á LinkedIn. Fylgdu mér þar til að fá efnið mitt beint af kúnni

Previous
Previous

Það er ákvörðun að taka ekki ákvörðun

Next
Next

Finndu fyrir hræðslunni en gerðu það samt!